Salzburg I

Þar sem lestin mín frá Budweis til Salzburgar átti ekki að fara fyrr en rúmlega tíu (að morgni 27. desember)gafst góður tími til að borða morgunmat í ró og næði. Fjölskyldan fór svo öll með mér á brautarstöðina. Það var erfitt að kveðja þetta góða fólk og held ég að við Marie höfum báðar átt dálítið bágt, alla vega táruðumst við báðarCrying Svo seig lestin af stað og gekk ferðin tíðindalaust.

Til Salz var ég svo komin um tvöleytið. Ég hringdi strax í góðu íslensku vinkonuna sem ætlaði að vera svo elskuleg að leyfa mér að gista hjá sér. Hún býr örskammt frá brautarstöðinni og tölti ég því þangað. Fékk ég hinar hlýjustu móttökur og eftir kaffi og smá spjall löbbuðum við í bæinn þar sem hún ætlaði að hitta vinkonu sína. Það var um það bil 20 -25 mínútna gangur og héldum við spjallinu áfram því langt var síðan við höfðum hist og margt hafði á daga beggja drifið.

Ég naut þess svo bara að labba um í hinni fögru borg í gullfallegu veðri en það var glampandi sól og alls ekki svo kalt. Í Salzburg var dálítill snjór, sá fyrsti að einhverju ráði sem ég sá þennan vetur. Og ekki leiddist mér að vafra um þarna, frekar en í Prag. Allar jólaskreytingar auðvitað ennþá uppi og allt með hátíðlegum blæ. Nema styttur bæjarins! Það var dálítið furðulegt að sjá fögur listaverk undir risastórum glerlokum og gosbrunninn fagra, Residenzbrunnen, barasta innpakkaðan í einhverja viðarhlífShocking Ég verð greinilega að koma aftur og þá að sumri til, til að sjá hann í allri sinni dýrð.

Það var afskaplega gaman að ganga bara um og horfa í kringum sig, njóta þess sem fyrir augu bar, bæði í byggingalist og mannlífi. Ég keypti mér litla leiðsögubók, settist með hana inn á kaffihús þar sem ég blaðaði í henni yfir kaffibolla og kökusneið. Svo hélt ég áfram göngunni alveg fram undir kvöldmat. Það var orðið of seint að fara skoða einhver söfn svo ég lét röltið duga. Auðvitað gluggaði ég líka eitthvað í búðir því ekki er nú skorturinn á þeim né heldur öllu því fallega sem þar er á boðstólnum.

Á endanum sagði þreytan til sín og ég tölti heimleiðis. Svo átti ég bara rólegt og indælt kvöld með vinkonunni og hennar fjölskyldu við súkkulaðidrykkju og spjall um heima og geima. Það var bæði notalegt og gaman að geta loks spjallað íslensku og ákveðin afslöppun í því fólgin. Það var því þreytt og sæl kona sem sofnaði eins og steinn á íslensku heimili í Salzburg það kvöldSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rósa María Sigurðardóttir

Höfundur

Rósa María Sigurðardóttir
Rósa María Sigurðardóttir
Hálf-fimmtug, móðir þriggja ungra manna og verðandi eilífðarstúdent sem eltir drauma sína.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband