Partí og fleira.

Ég sagði víst síðast að næst ætlaði ég að segja frá partíi sem ég fór í á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Það var nú bara svona til að æsa upp í ykkur forvitninaWink

Hann Philipp, sem er einn af Erasmus leiðtogunum, bauð okkur krökkunum í hópnum mínum (takið eftir að ég segi okkur krökkunumCool) að koma á fyrstaársnemakvöld í klúbbkjallara Baltistik/Slavistik-deildarinnar. Þó að aðeins einn úr hópnum tengist þeirri deild sagði hann að þetta væri í góðu lagi og ekki bara fyrir þessa deild. Við vorum ein átta stykki sem þáðum boðið og varð þetta hið skemmtilegasta kvöld, mikið spjallað og hlegið og m.a.s. dansað! Plötusnúður var á staðnum og það var bara rétt eins og ég hefði verið á græjunum, hann spilaði svo skemmtilega tónlistWink Og mér heyrðust ungu krakkarnir vera býsna kátir með hann líka!

Við vorum tvær sem höfðum komið með strætó og fylgdumst við vel með klukkunni til að missa nú ekki af síðasta vagni. En þegar við ætluðum að fara að tygja okkur af stað þá sagði hann Bartek séntilmaður að hann væri á bíl og gæti skutlað okkur heimSmile Þannig að við gátum slappað af og skemmt okkur aðeins lengur. Það er býsna fjörugt félagslíf hérna á meðal þessa góða hóps sem ég þekki mest og er ég búin að fara í nokkur smærri partí bara svona í "heima"húsum. Og það segir sig sjálft að þau partí geta ekki orðið mjög stór þar sem íbúðirnar eru ósköp litlar og engin ofgnótt af húsgögnum í þeim. Þetta verður því allt bara mjög kósí og notalegt. En ekki orka ég nú að eltast við allt sem í boði er og afsaka mig með því hvað ég sé gömul. Þá er nú reyndar yfirleitt hlegið að mér og ég fæ meiningarfullar augnagotur og athugasemdir sem segja að það sé allt í lagi að afsaka sig en þessi afsökun sé ekkert sérstaklega marktækJoyful Eru þau ekki sæt, þessar blessaðar elskur?InLove

Föstudagur og laugardagur voru svo bara rólegheitadagar með helgarinnkaupum og lestri. Ég fór að vísu í Norrænudeildina á föstudagsmorgun og sat tíma í þýðingakúrsinum hennar Andreu Hesse og á ég von á því að ég geri það áfram. Það verður ágætis áskorun fyrir mig að sitja kennslustundir sem fram fara á þýsku og líka gaman að lesa norðurlandamálin aðeins.

Á sunnudagsmorguninn spurði Magda hvort við Mila værum til í að koma með henni í göngutúr út í Wieck en þar er kaffihús sem hana hafði lengi langað til að prófa. Mila var upptekin við lærdóm þannig að við Magda fórum bara tvær. Þetta varð hinn skemmtilegasti göngutúr í yndislegu haustveðri. Það var sól og blíða en annars er búin að vera þoka meira og minna síðasta hálfan mánuðinn. Kaffihúsið heitir „Alte Schule“ eða gamli skólinn og er það mjög skemmtilegt og margt sem minnir á skólann sem þar var einu sinni, svo sem skólamyndir, skólatöskur og ýmislegt annað dót. Þar smakkaði ég í fyrsta skiptið Knödel sem eru einhverjar soðnar (held ég) hveitibollur. Þessar voru sætar, með ávaxtafyllingu, hindberjasósu og þeyttum rjómaJ Yfir þessu sátum við lengi og spjölluðum. Svo gengum við aðeins um þorpið (Wieck) og svo í gegnum Eldena á heimleiðinni og kíktum aðeins á klausturrústirnar.

Vikan hefur svo gengið nokkuð venjulega fyrir sig. Ég fór þó á fund á miðvikudagskvöldið hjá hóp sem vinnur að verkefni sem heitir „Europa macht Schule“ og hefur það markmið að virkja skiptinema til að kynna land sitt og þjóð fyrir grunnskólabörnum á hverju svæði. Þetta hljómar nokkuð skemmtilega og er ég að hugsa um að taka þátt. Ég þarf þá að undirbúa og halda kynningu á íslandi í einhverjum skóla hér í Greifswald næsta vor. Er manni nokkuð í sjálfsvald sett hvernig kynningin fer fram og þarf ég nú að leggja höfuðið í bleyti og spegúleraWoundering

Þessi vika hefur líka gengið ósköp venjulega fyrir sig og nú er enn eitt partíið framundan, eða öllu heldur tvö! Ein stelpan í hópnum á afmæli og er búin að bjóða slatta af liði til sín í kvöld og svo er 5 ára afmælisfagnaðu LEI líka í kvöld og er líklegt að þangað verði stormað úr partíinu hennar Sunni. Þið sjáið að það er að verða grínlaust að reyna að sinna félagslífinu hérnaWhistling

Og nú þarf ég að fara að fá mér eitthvað í gogginn áður en partístandið byrjar, ekki fer maður að fá sér í glas á tóman maga!?

Segi ég því bara skál í boðinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki von að blessuð börnin taki mark á svona kjánalegum afsökunum, en þau vita alveg að fullorðna fólkið er stundum óskiljanlegt;) Knödel er til í ýmsum útgáfum, td oft haft með mat eins og pasta eða kartöflur. Fín leið til að endurnýta hart brauð. Ég féll alveg fyrir þessu fyribæri hér um árið, og hef aðeins prófað að gera svona. Þarf bara meiri æfingu áður en ég fer að bjóða það gestum. Ég smakkaði samt aldrei svona kaffimeðlætisknödel, nú fer ég að gúggla!

Gulla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rósa María Sigurðardóttir

Höfundur

Rósa María Sigurðardóttir
Rósa María Sigurðardóttir
Hálf-fimmtug, móðir þriggja ungra manna og verðandi eilífðarstúdent sem eltir drauma sína.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband