Vetur í Skoffínskógi

Í dag er dagur blendinna tilfinninga í mínu hjarta. Þetta er dagur upphafs og dagur enda. Þennan dag fyrir 29 árum síðan fæddi ég í þennan heim frumburð minn og þennan dag fyrir tveimur árum síðan kvaddi faðir minn þennan heim. Mér finnst það ágætlega við hæfi að hefja þetta blogg mitt á þessum degi. Nú er líka nákvæmlega vika síðan ég lenti á þýskri grund í fyrst skiptið á ævinni. Hingað er ég komin með það í huga að vera hér næstu tíu mánuði eða svo til að reyna að ná þokkalegum tökum á þýskri tungu og svo einnig til að sækja kúrsa sem passað geta inn í það nám sem ég hóf í HÍ síðasta haust í þýðingafræði. Ég er búin að tala of mikið um þá fyrirætlan mína að blogga á meðan ég verð hér til að fara að renna á rassin með það og ákveð því að byrja a.m.k. á einhverju.
Ég er sem sé komin til þeirrar borgar í Mecklenburg-Vorpommern sem Greifswald heitir og er gömul Hansa- og háskólaborg. Háskólinn hér var stofnaður árið 1456 og er þar með annar elsti háskóli Þýskalands (á eftir háskólanum í Rostock) og einn af þeim elstu í Evrópu. Nafnið á blogginu mínu er þannig til komið að mig langaði til að þýða nafn borgarinnar og fann eftir þó nokkra leit skýringu á nafninu. Greifswald var í eina tíð ritað Gripswalde og mun það komið af orðinu Gryhon eða Griffin eins og það er t.d. skrifað á enskri tungu í dag. Griffin þessi er goðsagnavera og hefur búk ljóns en höfuð og vængi arnar. Átti hann að vera afar mögnuð skepna. Segir sagan hér að slíkur griffin hafi bent munkum (kannski frá Eldena -Klaustrinu) á besta staðinn til að byggja borg með því að setjast í tré við það sem nú er elsta gata borgarinnar, Schuhagen. Griffin hef ég svo séð þýtt sem skoffín og enda þótt það sé kannski nokkuð vafasöm þýðing (þar sem skoffín er í íslensku haft um afkvæmi hunds og refs, ef ég man rétt) þá læt ég það standa hér alla vega þar til einhver mér vitrari leiðréttir mig. Svo fannst mér það bara hljóma svo vel, svona stuðlað og fínt
Ég ætla mér ekki að hafa þennan upphafspistil minn lengri og bíð með frekari lýsingar á því sem á daga mína hefur drifið þessa fyrstu viku þangað til næst.
Ég vona að allir mínir kæru ættingjar og vinir hafi það sem best á meðan ég er í burtu og auðvitað ævinlega.
Ykkar einlæg,
Rósa María.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér

Hófý Skúlasdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 17:18

2 identicon

Gaman að heyra í þér þarna í Skoffínskógi Rósa!!  (Það vill svo skemmtilega til að ég var einmitt að segja einni sem er með mér í kennslufræðinni frá hugrökku vinkonu minni sem flutti sig yfir til Þýskalands að nema og láta drauma sína rætast!!)

Ólöf Hildur Egilsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 19:08

3 identicon

Frábært að þú hafir komið á fót bloggi svo við hin getum fylgst með svaðilförum þínum í Thyskland. Kærar kveðjur :)

Hrafnhildur Haldorsen (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 21:13

4 identicon

Sæl Rósa í Skoffínskógi.

 Mig minnir að rosa þýði bleikur á þýsku. Mér finnst það mjög viðeigandi nafn pink lady en nafngiftin á blogginu þínu slær öllu út.

 Kossar og knús frá okkur Skúla Kristjáni.

P.s Maggi vann í Þýskalandi í nokkur ár en nafnið hans er kvenmannsnafn þar, samanber Maggi súpan;)

Helga Sóley (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 21:26

5 identicon

Gaman verður að fá að fylgjast með þér,ég dáist að þér hvað þú ert dugleg:-)

Mamma(Dídí) sendir þér bestu kveðjur

Frænkukveðjur

Anna

Anna Elín Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 11:17

6 identicon

Fínt framtak hjá þér systir góð, nú get ég hlakkað til að lesa orð dagsins frá þér.

Gunnlaug Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 17:33

7 identicon

Það verður gaman að fylgjast með þér í vetur, kæra vinkona:)

Anna Guðlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 17:29

8 Smámynd: Rósa María Sigurðardóttir

Vá! Ég hef ekkert farið hér inn síðan ég setti fyrstu færsluna og var þ.a.l. ekki búin að sjá öll þessi fallegu ummæli! Kærar þakkir fyrir falleg og skemmtileg orð, það gleður mig að sjá að það eru einhverjir sem nenna að lesa þetta hjá mér Takk, aftur!

Rósa María Sigurðardóttir, 3.10.2011 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rósa María Sigurðardóttir

Höfundur

Rósa María Sigurðardóttir
Rósa María Sigurðardóttir
Hálf-fimmtug, móðir þriggja ungra manna og verðandi eilífðarstúdent sem eltir drauma sína.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband